Anton í landsliðshópi Arnars

Anton Ari Einarsson er í landsliðshópnum.
Anton Ari Einarsson er í landsliðshópnum. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari karlalandsliðsins í knattspyrnu, tilkynnti í dag 24 manna hóp fyrir vináttulandsleikina gegn Skotlandi og Norður-Írlandi sem fram fara á Bretlandseyjum 6. og 10. júní.

Anton Ari Einarsson markvörður Breiðabliks kemur inn í hópinn í staðinn fyrir Lúkas B. Petersson. Hann á tvo vináttulandsleiki að baki á árunum 2018 og 2019.

Fyrirliðinn Orri Steinn Óskarsson er ekki með vegna meiðsla, ekki heldur Júlíus Magnússon og Valgeir Lunddal Friðriksson, en að öðru leyti eru allir með sem voru í leikjunum við Kósóvó í mars.

Mikael Anderson, Arnór Sigurðsson, Hörður Björgvin Magnússon og Daníel Leó Grétarsson koma allir inn í hópinn á ný en þeir misstu af síðustu verkefnum vegna meiðsla. Hörður er í hópnum í fyrsta sinn í tvö ár en hann hefur verið frá keppni síðan haustið 2023 og er nýkominn aftur inn í lið Panathinaikos.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir
19/0 Hákon Rafn Valdimarsson, Brentford
  6/0 Elías Rafn Ólafsson, Midtjylland
  2/0 Anton Ari Einarsson, Breiðabliki

Varnarmenn:
106/5 Aron Einar Gunnarsson, Al Gharafa
  57/3 Sverrir Ingi Ingason, Panathinaikos
  49/2 Hörður Björgvin Magnússon, Panathinaikos
  48/2 Guðlaugur Victor Pálsson, Plymouth
  22/0 Daníel Leó Grétarsson, Sönderjyske
    9/1 Logi Tómasson, Strömsgodset
    5/0 Bjarki Steinn Bjarkason, Venezia

Miðjumenn:
99/8 Jóhann Berg Guðmundsson, Al Orobah
65/6 Arnór Ingvi Traustason, Norrköping
34/2 Arnór Sigurðsson, Malmö
33/4 Ísak Bergmann Jóhannesson, Düsseldorf
31/2 Mikael Anderson, AGF
28/1 Stefán Teitur Þórðarson, Preston
20/3 Hákon Arnar Haraldsson, Lille
20/1 Mikael Egill Ellertsson, Venezia
18/2 Þórir Jóhann Helgason, Lecce
  3/0 Kristian Nökkvi Hlynsson, Sparta

Sóknarmenn:
44/6 Jón Dagur Þorsteinsson, Hertha Berlín
39/10 Albert Guðmundsson, Fiorentina
32/8 Andri Lucas Guðjohnsen, Gent
16/0 Willum Þór Willumsson, Birmingham

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert