Arnar: Erfitt að skilja hann eftir úti

Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson Ljósmynd/KSÍ

„Mér fannst mikilvægt að prófa þetta, sjá hvernig menn bregðast við og bregðast við áreiti,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari karla í fótbolta, í samtali við mbl.is um varnarlínuna sem hann stillti upp í leik Íslands og Kósovó í mars.

Miðjumennirnir Stefán Teitur Þórðarson og Ísak Bergmann Jóhannesson voru t.d. báðir í vörninni en Ísland tapaði leiknum 3:1.

„Mörgum fannst það ósanngjarnt gagnvart þeim og þess háttar og það má vel vera. Ég átti samtal við þá strax eftir leikinn og sagði þeim að þeir gætu þetta alveg.

Menn þurfa meiri tíma og svo er spurning hvort við höfum meiri tíma til þess. Það verður minna um það í þessum glugga þótt taktíkin verði svipuð. Það má ekki gleyma að þetta er alltaf sama taktíkin,“ sagði Arnar.

Valgeir Lunddal Friðriksson byrjaði þann leik en er ekki með í hópnum fyrir leikina við Norður-Írland og Skotland í vináttuleikjum í næsta mánuði.

„Staðan á honum er fín þótt hann hafi ekki verið mikið í liðinu undanfarið. Hann var ekki valinn í þetta skiptið, sem var erfitt. Hann er flottur strákur og flottur leikmaður en við völdum aðra leikmenn í staðinn núna,“ sagði hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert