Á samfélagsmiðlum EM 2025 í knattspyrnu kvenna eru leikmenn Íslands til umfjöllunar vegna færni sinnar.
Þó er ekki um knattspyrnulega færni leikmannanna að ræða, þó hún sé óumdeild. Þess í stað er vakin athygli á því hve laghentir íslensku leikmennirnir eru í að flétta hár.
Í því skyni er fjöldi ljósmynda birtar af þeim Sveindísi Jane Jónsdóttur, Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, Guðnýju Árnadóttur, Áslaugu Mundu Gunnlaugsdóttur, Alexöndru Jóhannsdóttur, Dagnýju Brynjarsdóttur og Söndru Maríu Jessen.
Þá er skrifað í færslunni: „Enginn stenst Íslandi snúning þegar kemur að leikfléttum.“
Myndirnar má sjá hér: