Hrósaði Gylfa en valdi hann ekki

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópnum.
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópnum. mbl.is/Eyþór Árnason

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í landsliðshópi Íslands fyrir útileikina gegn Skotlandi og Norður-Írlandi í næsta mánuði en um vináttuleiki er að ræða.

„Ég hef ekkert rætt við Gylfa,“ sagði Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag.

„Hann er byrjaður að sýna sitt rétta andlit í síðustu leikjum sem er mjög gott. Það eru erfiðir leikir fram undan og Evrópuleikir gegn sterkum liðum. Hann er klárlega inni í myndinni í haust,“ bætti Arnar við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert