Í hópnum þrátt fyrir ekkert leikform

Hörður Björgvin Magnússon lék síðast með landsliðinu árið 2023.
Hörður Björgvin Magnússon lék síðast með landsliðinu árið 2023. mbl.is/Eyþór Árnason

Hörður Björgvin Magnússon er í landsliðshópi Íslands í fótbolta fyrir vináttuleikina við Norður-Írland og Skotland á Bretlandseyjum í næsta mánuði.

Hörður hefur verið mjög mikið frá keppni undanfarin tvö ár vegna meiðsla en hann fékk sínar fyrstu mínútur á tímabilinu er hann kom inn á sem varamaður í leik Panathinaikos gegn Olympiacos í grísku úrvalsdeildinni í vikunni.

„Hörður hefur æft vel í mánuð og fékk einhverjar mínútur í síðasta leik. Leikformið er hins vegar ekkert. Við erum núna með 24 leikmenn í staðinn fyrir 23, til að gefa honum tækifæri á að kynnast okkar leikstíl.

Hann verður vonandi lykilmaður í okkar hóp í haust og þá þarf ekki að byrja þann glugga á að byrja upp á nýtt hvað það varðar.

Mögulega fær hann mínútur. Þetta er kærkomið tækifæri fyrir báða aðila að kynnast hvor öðrum,“ sagði Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari á blaðamannafundi í dag.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert