Vegur á móti pina colada á ströndinni

Arnar Gunnlaugsson í sól á Spáni.
Arnar Gunnlaugsson í sól á Spáni. Ljósmynd/Alex Nicodim

Íslenska karlalandsliðið í fótbolta mætir Skotlandi og Norður-Írlandi í tveimur vináttuleikjum á Bretlandseyjum í næsta mánuði. Tímabil flestra í liðinu verður þá búið og margir leikmenn eflaust þreyttir eftir langt tímabil.

„Auðvitað hefur maður í huga hvort bensíntankurinn sé fullur eða tómur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson landsliðsþjálfari í samtali við mbl.is.

„Það er mannlegt að vilja komast í smá frí. Þetta getur verið erfitt. Þetta er hins vegar landsliðið, menn að gera sig klára fyrir undankeppni HM í haust, fullur Hampden Park.

Það ætti að vega á móti því að menn séu þreyttir og komnir of snemma með pina colada í höndina á sér á ströndina,“ sagði hann léttur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert