Þróttur kláraði FH í fyrri hálfleik

Freyja Karín Þorvarðardóttir er búin að skora tvö mörk í …
Freyja Karín Þorvarðardóttir er búin að skora tvö mörk í dag. mbl.is/Eyþór Árnason

Þróttur hafði betur gegn FH í markaleik í sjöttu umferð í Bestu deild kvenna í Laugardalnum í kvöld. Leikurinn endaði 4:1 fyrir Þrótt sem tók annað sætið af FH með sigrinum.

Þróttarar byrjuðu af miklum krafti og Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði fyrsta mark liðsins eftir aðeins þrjár mínútur. Það kom langur bolti í átt að teignum, tveir varnarmenn FH flæktust hver fyrir öðrum svo Freyja tók boltann og setti hann í markið.

Unnur Dóra Bergsdóttir kom Þrótti í 2:0 þegar sex mínútur voru liðnar. Freyja kom með flotta sendingu á teiginn beint á Caroline Murrey sem hitti boltann illa, skotið var á leiðinni fram hjá en Unnur Dóra var mætt á fjær og potaði honum í markið.

 FH minnkaði muninn í 2:1 á 24. mínútu en það skoraði Thelma Karen Pálmadóttir. Það kom löng sending upp völlinn og Thelma tók boltann með sér inn á völlinn, Mollee Smith kom langt úr markinu en Thelma fór fram hjá henni og setti boltann í autt markið.

Vonir FH um að jafna lifðu stutt en Þórdís Elva Ágústsdóttir skoraði þriðja mark liðsins aðeins fjórum mínútum síðar. Hún fór með boltann upp við endalínuna og kom með skot/fyrirgjöf og Aldís Guðlaugsdóttir varð fyrir því óláni að verja boltann inn. 

Freyja Karín skoraði svo sitt annað mark og fjórða mark Þróttara undir lok fyrri hálfleiks. Þróttur fékk innkast hátt uppi á vellinum, Freyja vann baráttuna um boltann við máttlausa FH-inga og setti boltann í netið. Staðan 4:1 í hálfleik.

Leikurinn var rólegur í seinni hálfleik og leikurinn endaði 4:1.

Þróttur R. 4:1 FH opna loka
90. mín. Freyja Karín Þorvarðardóttir (Þróttur R.) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka