Arnar stressaður yfir þáttunum um sjálfan sig

Arnar Gunnlaugsson var auðvitað í aðalhlutverki í þáttunum.
Arnar Gunnlaugsson var auðvitað í aðalhlutverki í þáttunum. Ljósmynd/Alex Nicodim

„Ég var stressaður yfir þessu,“ viðurkenndi landsliðsþjálfarinn Arnar Gunnlaugsson í samtali við mbl.is um þættina A&B sem Gunnlaugur Jónsson stýrði um ævi Arnars og tvíburabróðir hans Bjarka.

„Þú ert að fletta ofan af sjálfum þér með svona. Stöð 2, Gulli og allt hans teymi stóðu sig mjög vel.

Þeir komu, ótrúlegt en satt, lífinu okkar inn í fjóra 45 mínútna þætti. Ég er stoltur af þessum þáttum,“ sagði Arnar.

Ævi þeirra bræðra hefur vægast sagt verið viðburðarrík, eins og sjá má í þáttunum. „Þetta hefur verið gaman hingað til og hefur leitt mig hingað í Laugardalinn,“ sagði Arnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert