Þrot á Þórsvelli

Viðar Örn Kjartansson með boltann og Mattias Edeland verst.
Viðar Örn Kjartansson með boltann og Mattias Edeland verst. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV fékk KA í heimsókn á Þórsvöll í Vestmannaeyjum í dag í sjöundu umferð Bestu deildar karla í fótbolta. Óhætt er að segja að leikmenn hafi ekki reimað á sig markaskóna og ekki einu sinni gert sig líklega til að skora. Leikurinn endaði því með markalausu jafntefli.

Eftir leikinn er ÍBV í 8. sæti með átta stig en KA situr í 11. sæti með fimm stig.

Leikurinn fór afar rólega af stað og ekki er hægt að telja upp einhver færi sem liðin fengu. Fyrri hálfleikurinn einkenndist af baráttu og tæklingum.

KA var örlítið líklegra til þess að stela sigrinum í seinni hálfleiknum en komst lítt áleiðis gegn sterkri vörn heimamanna. Það sama má segja um sóknarmenn ÍBV sem varla sáust í leiknum.

Næsti leikur ÍBV er á útivelli gegn Val næsta laugardag en sama dag fær KA nýliða Aftureldingar í heimsókn.

ÍBV 0:0 KA opna loka
90. mín. Arnar Breki Gunnarsson (ÍBV) fær gult spjald Togar Dagbjart Búa niður og fær gult.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert