Berglind fór illa með gömlu liðsfélagana

Berglind fagnar með liðsfélögum sínum.
Berglind fagnar með liðsfélögum sínum. mbl.is/Karítas

Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Breiðablik er liðið sigraði Val, 4:0, á heimavelli í Bestu deildinni í fótbolta á föstudaginn var.

Mörkin voru ansi sæt fyrir Berglindi, því samningi hennar við Val var rift eftir síðasta tímabil. Agla María Albertsdóttir og Karítas Tómasdóttir skoruðu einnig fyrir Blika í leiknum.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert