Knattspyrnumaðurinn Elmar Atli Garðarsson má leika með Vestra gegn Stjörnunni á heimavelli í Bestu deildinni næstkomandi laugardag eftir tveggja mánaða bann.
Var Elmar úrskurðaður í bann fyrir brot á veðmálareglum og missti hann því af fyrstu sjö deildarleikjum Vestra á tímabilinu. Elmar veðjaði á leiki í keppnum sem Vestri keppti í en veðjaði aldrei á leiki síns liðs.
Í fjarveru Elmars hefur framganga Vestra í Bestu deildinni komið flestum á óvart en liðið er í öðru sæti með 13 stig, þrátt fyrir tap gegn Fram, 1:0, á útivelli í gær.