Tindastóll gerði góða ferð suður í Fossvoginn í Reykjavík í Bestu deild kvenna í fótbolta á laugardag og sigraði Víking, 4:1.
Mörkin í leiknum voru jafn góð og veðrið á Íslandi um helgina og Elísa Bríet Björnsdóttir setti tóninn strax á 2. mínútu með glæsilegu marki.
Hún skoraði einnig fjórða markið og þess á milli skoruðu þær Makala Woods og Birgitta Rún Finnbogadóttir fyrir Tindastól og Bergþóra Sól Ásmundsdóttir fyrir Víking.
Mörkin fallegu má sjá hér fyrir neðan.