Sendu skýr skilaboð í toppslagnum (myndskeið)

Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði tvö.
Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði tvö. mbl.is/Eyþór

Þróttur gerði sér lítið fyrir og sigraði FH 4:1 á heimavelli í Bestu deild kvenna í fótbolta á laugardaginn.

Fyrir leik voru bæði lið með 13 stig og jöfn á toppnum ásamt Breiðabliki. Þróttarkonur voru hins vegar mun sterkari og sýndu að þær ætla að taka fullan þátt í titilbaráttunni í sumar.

Freyja Karín Þorvarðardóttir skoraði tvö mörk fyrir Þrótt og þær Þórdís Elva Ágústsdóttir og Unnur Dóra Bergsdóttir skoruðu einnig. Thelma Karen Pálmadóttir skoraði mark FH.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert