Steve Clarke, þjálfari skoska karlalandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleiki gegn Íslandi og Liechtenstein í næsta mánuði.
Clarke velur sterkan 25 manna hóp þar sem stærstu stjörnur Skota, Andy Robertson hjá Liverpool, Scott McTominay hjá Napoli, John McGinn hjá Aston Villa, Kieran Tierney hjá Arsenal og Lewis Ferguson hjá Bologna, eru allir í hópnum.
Einnig er töluvert af nýliðum, alls sjö, sem vonast til þess að leika sína fyrstu A-landsleiki.
Þeir eru Josh Doig, Connor Barron, Andy Irving, Lennon Miller, Robby McCrorie, Cieran Slicker og Kieron Bowie.
Leikmannahópurinn:
Markmenn: Angus Gunn (án félags), Robby McCrorie (Kilmarnock), Cieran Slicker (Ipswich).
Varnarmenn: Josh Doig (Sassuolo), Grant Hanley (Birmingham), Jack Hendry (Al-Ettifaq), Max Johnston (Sturm Graz), Scott McKenna (Las Palmas), Nathan Patterson (Everton), Anthony Ralston (Celtic), Andy Robertson (Liverpool), Kieran Tierney (Arsenal), John Souttar (Rangers).
Miðjumenn: Connor Barron (Rangers), Lewis Ferguson (Bologna), Billy Gilmour (Napoli), Andy Irving (West Ham), John McGinn (Aston Villa), Scott McTominay (Napoli), Lennon Miller (Motherwell).
Sóknarmenn: Che Adams (Torino), Kieron Bowie (Hibernian), Tommy Conway (Middlesbrough), George Hirst (Ipswich), James Wilson (Hearts).