Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir skoraði stórglæsilegt sigurmark Stjörnunnar er liðið vann nýliða FHL, 1:0, á heimavelli í Bestu deild kvenna í fótbolta á laugardag.
Skoraði Úlfa markið í uppbótartíma fyrri hálfleiks með glæsilegu langskoti upp í skeytin fjær. Er Stjarnan í fimmta sæti með níu stig eftir sigurinn. FHL er án stiga á botninum.
Svipmyndir úr leiknum má sjá hér: