Skutu KR-inga í kaf í Eyjum - Allison óstöðvandi

Viktorija Zaicikova sækir að marki KR-inga í leiknum í kvöld.
Viktorija Zaicikova sækir að marki KR-inga í leiknum í kvöld. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

ÍBV er á toppi 1. deildar kvenna í knattspyrnu eftir sannfærandi sigur á nýliðum KR, 4:0, á Þórsvellinum í slagviðrisleik í Vestmannaeyjum í kvöld.

Eyjakonur eru þá komnar með 9 stig úr fjórum leikjum. KR hafði byrjað mjög vel og var efst fyrir leiki kvöldsins en er nú í öðru sæti með 7 stig og gæti sigið neðar þegar líður á kvöldið.

Allison Lowrey hefur byrjað tímabilið frábærlega með ÍBV. Hún skoraði tvö mörk í kvöld og hefur þar með skorað sjö mörk í fyrstu fjórum leikjum liðsins.

Avery Mae Vanderven og Olga Sevcova skoruðu hin tvö mörk ÍBV sem hefur skorað 16 mörk í fyrstu fjórum umferðunum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert