Tinna Brá Magnúsdóttir, markvörður Vals, hefur verið kölluð inn í 23-ára landsliðið í knattspyrnu sem mætir Skotum í tveimur vináttulandsleikjum 29. maí og 2. júní.
Hún kemur í stað Aldísar Guðlaugsdóttur, markvarðar FH, sem sleit krossband í hné í leik gegn Þrótti um síðustu helgi og er frá keppni það sem eftir er ársins.
Tinna varði mark 23 ára liðsins í báðum leikjum þess á síðasta ári, sem voru á útivelli gegn Finnum.