Ólafur Ingi Skúlason, þjálfari U21-árs landsliðs karla í knattspyrnu, hefur tilkynnt leikmannahóp sem mun ferðast til Kaíró í Egyptalandi til þess að spila vináttulandsleiki gegn heimamönnum og Kólumbíu.
Leikurinn við Egyptaland fer fram 6. júní og leikurinn gegn Kólumbíu fer fram 9. júní.
Þrír nýliðar eru í hópnum; þeir Daníel Tristan Guðjohnsen hjá Malmö, Kjartan Már Kjartansson hjá Stjörnunni og Nóel Atli Arnórsson hjá AaB.
Leikmannahópurinn:
Markverðir:
Lúkas J. Blöndal Petersson - Hoffenheim - 8 leikir
Halldór Snær Georgsson - KR - 3 leikir
Varnarmenn:
Logi Hrafn Róbertsson - Istra - 15 leikir
Hlynur Freyr Karlsson - Brommapojkarna - 11 leikir
Daníel Freyr Kristjánsson - Fredericia - 8 leikir
Ásgeir Helgi Orrason - Breiðablik - 2 leikir
Július Mar Júlíusson - KR - 1 leikur
Nóel Atli Arnórsson - AaB
Miðjumenn:
Eggert Aron Guðmundsson - Brann - 11 leikir, 1 mark
Helgi Fróði Ingason - Helmond Sport - 3 leikir
Jóhannes Kristinn Bjarnason - KR - 3 leikir, 1 mark
Ágúst Orri Þorsteinsson - Breiðablik - 3 leikir
Róbert Frosti Þorkelsson - GAIS - 3 leikir
Baldur Kári Helgason - FH - 2 leikir
Haukur Andri Haraldsson - ÍA - 2 leikir, 1 mark
Kjartan Már Kjartansson - Stjarnan
Sóknarmenn:
Hilmir Rafn Mikaelsson - Viking Stavanger - 11 leikir, 3 mörk
Benoný Breki Andrésson - Stockport - 8 leikir, 3 mörk
Hinrik Harðarson - Odd - 2 leikir, 1 mark
Daníel Tristan Guðjohnsen - Malmö FF