FH fyrst til vinna Breiðablik

Ingibjörg Magnúsdóttir úr FH eltir Helgu Rut Einarsdóttur hjá Breiðabliki …
Ingibjörg Magnúsdóttir úr FH eltir Helgu Rut Einarsdóttur hjá Breiðabliki í kvöld. Ljósmynd/Hafsteinn Snær Þorsteinsson

FH varð í kvöld fyrsta liðið til að sigra Breiðablik er liðin mættust í 7. umferð Bestu deildar kvenna í fótbolta á Kaplakrikavelli í kvöld. Urðu lokatölur 2:1.

Breiðablik, Þróttur og FH eru nú öll með 16 stig og Þróttur á leik til góða á útivelli gegn FHL á sunnudag

Breiðablik byrjaði af krafti og Samantha Smith skoraði fyrsta markið á 7. mínútu með hnitmiðuðu skoti innan teigs eftir sendingu frá Hrafnhildi Ásu Halldórsdóttur.

FH jafnaði aðeins fjórum mínútum síðar. Maya Hansen þrumaði þá boltanum í netið úr teignum eftir góðan sprett og fyrirgjöf frá Ingibjörgu Magnúsdóttur.

Breiðablik var meira með boltann næstu mínútur, en gekk illa að skapa sér opin færi gegn þéttu liði heimakvenna.

Það voru svo FH-ingar sem skoruðu þriðja mark leiksins á 33. mínútu. Ída Marín Hermannsdóttir afgreiddi þá boltann glæsilega með hælspyrnu eftir góðan sprett frá Thelmu Karen Pálmadóttir.

Breiðablik skapaði sér ekki mikið eftir annað mark FH og var staðan í leikhléi 2:1.

Ída Marín fékk gott færi til að skora annað markið sitt og þriðja mark FH á 65. mínútu er hún slapp ein í gegn en Telma Ívarsdóttir í marki Breiðabliks gerði vel í að verja.

Tveimur mínútum síðar kom Berglind Björg Þorvaldsdóttir boltanum í netið eftir að Sandra Sigurðardóttir varði frá Andreu Rut Bjarnadóttur og beint á sóknarkonuna. Flaggið fór hins vegar á loft og markið stóð ekki.

Breiðablik sótti mikið á lokamínútunum en gekk illa að komast framhjá sterkum varnarmúr FH-inga og urðu mörkin því ekki fleiri.

FH 2:1 Breiðablik opna loka
90. mín. Mikil og þung pressa hjá Breiðabliki núna en FH er að verjast vel. Tíminn orðinn naumur fyrir gestina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert