Fram skoraði þrjú á átta mínútum

Vuk Oskar Dimitrijevic skorar fyrir Framara í Laugardalnum í kvöld.
Vuk Oskar Dimitrijevic skorar fyrir Framara í Laugardalnum í kvöld. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Fram vann 3:2 baráttusigur gegn KR í hörkuspennandi leik í áttundu umferð Bestu deildar karla í knattspyrnu í kvöld, en fjögur af fimm mörkum leiksins voru skoruð á rúmum átta mínútna kafla í fyrri hálfleik.

Með sigrinum færist Fram upp í fjórða sæti deildarinnar með ellefu stig, en KR situr í því fimmta með tíu. 

Fyrsta mark leiksins leit dagsins ljós á 17. mínútu þegar að hinn tuttugu ára gamli Jakob Byström renndi boltanum í markið eftir fyrirgjöf frá Haraldi Einari Ásgrímssyni. Einungis þremur mínútum síðar jafnaði Aron Sigurðarson, fyrirliði KR, metin fyrir heimamenn með stórglæsilegu marki úr aukaspyrnu.

Byström, sem lék í kvöld sinn fyrsta deildarleik fyrir Framara, var þó hvergi nærri hættur og kom gestunum yfir á 23. mínútu. Tveimur mínútum síðar jók Vuk Oskar Dimitrijevik forystu Fram og staðan því 3:1 Fram í vil í hálfleik. 

Sóknarþungi KR-inga jókst jafnt og þétt eftir því sem leið á seinni hálfleik og minnkaði Aron Sigurðarson muninn fyrir heimamenn á 69. mínútu með föstu skoti fyrir utan teig.  

KR-ingar héldu áfram að hóta jöfnunarmarki og áttu meðal annars tvö stangarskot með stuttu millibili en inn vildi boltinn ekki. Niðurstaðan því 3:2 sigur Framara sem sóttu mikilvæg stig í Laugardalinn í kvöld. 

KR 2:3 Fram opna loka
90. mín. Tvær mínútur eftir af uppbótartíma og KR-ingar fá aukaspyrnu hægra megin rétt fyrir utan teig. Aron og Jóhannes Kristinn ræða sín á milli.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert