Jakob Byström skoraði tvö mörk á fimm mínútna kafla í 3:2 sigri Fram gegn KR í Bestu deild karla í knattspyrnu í kvöld.
Í leiknum þreytti Jakob frumraun sína í Bestu deild eftir að hafa glímt við meiðsli undanfarnar vikur, en hann kom til Framara fyrr í vetur.
„Tilfinningin var mjög góð,“ segir Jakob, spurður um sín fyrstu viðbrögð eftir sterkan sigur Framara í Laugardalnum í kvöld.
„Ég meiddist í fyrstu umferð Bestu deildarinnar þannig að það koma aftur inn á völlinn, skora mörk og hjálpa liðinu að vinna leikinn er frábært.“
Jakob, sem er fæddur árið 2005, kom til Fram frá Svíþjóð. Hann á þó íslenska ömmu ættaða frá Dalvík og á því rætur að rekja til Íslands.
„Vonandi getum við haldið áfram á þessari braut og vonandi get ég haldið áfram að leggja mitt af mörkum,“ segir Jakob loks.