Þór sigraði Grindavík í markaleik sem endaði 4:3 fyrir gestunum í næstefstu deild karla í knattspyrnu í Grindavík í dag.
Þór er í fjórða sæti með sjö stig og Grindavík er í níunda með fjögur stig eftir sex leiki.
Ingi Þór Sigurðsson kom Grindavík yfir strax á annarri mínútu en Þór jafnaði á 28. mínútu þegar Viktor Guðberg Hauksson skoraði sjálfsmark. Þór komst svo 2:1 yfir tveimur mínútum síðar en markið skoraði Sigfús Fannar Gunnarsson.
Breki Þór Hermannsson jafnaði fyrir Grindavík í upphafi seinni hálfleiks en Orri Sigurjónsson kom Þór aftur yfir á 72. mínútu. Sigfús Fannar skoraði sitt annað mark og fjórða mark Þórs tveimur mínútum síðar.
Ármann Ingi Finnbogason skoraði svo sárabótamark fyrir Grindavík á síðustu mínútu uppbótartímans af vítapunktinum og leikurinn endaði 4:3.
Völsungur sigraði Fjölni 2:1 á Húsavík í dag. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði fyrra mark heimamanna með vítaspyrnu á 37. mínútu og staðan var 1:0 í hálfleik. Daníel Ingvar Ingvarsson jafnaði metin fyrir Fjölni á 83. mínútu.
Bjarni Þór Hafstein fékk rautt spjald á 90. mínútu og Elfar Árni skoraði sigurmarkið í uppbótartíma.
Völsungur er í sjötta sæti með sex stig og Fjölnir með tvö stig í 11. sæti.