Mótherjar Íslands óákveðnir

Michael O'Neill .
Michael O'Neill . AFP

Michael O'Neill, þjálfari karlalandsliðs Norður-Írlands í knattspyrnu, er ekki viss um hver aðalframherji landsliðsins eigi að vera. 

Þetta sagði hann við norðurírska BBC. 

Norður-Írland fær Ísland í heimsókn í vináttulandsleik þjóðanna annað kvöld. Ísland vann Skotland, 3:1, á Hampden Park í Glasgow síðastliðið föstudagskvöld. Degi síðar tapaði Norður-Írland fyrir Danmörku, 2:1, á Parken í Kaupmannahöfn. 

Dion Charles framherji Huddersfield byrjaði þann leik en O'Neill segir það enn óákveðið hver verði framherji liðsins. 

Callum Marshall, Paul Smyth, Lee Bonis, Dale Taylor og Ronan Hale eru allir framherjar og voru í hópnum gegn Danmörku en Marshall og Smyth komu inn á. 

„Við erum enn að bíða eftir að einn framherji komi og sýni að hann eigi að vera í byrjunarliðinu,“ sagði O'Neill.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka