Noregur er áfram með fullt hús stiga í I-riðli undankeppni HM karla í knattspyrnu eftir nauman útisigur á Eistlandi, 1:0, í Eistlandi í kvöld.
Norðmenn eru með tólf stig á toppnum eftir fjóra leiki en Eistland er með þrjú stig í fjórða og næstneðsta sæti.
Erling Haaland skoraði sigurmark Noregs á 62. mínútu eftir sendingu í gegn frá Martin Ödegaard.
Ítalir eru þá komnir með sín fyrstu þrjú stig í riðlinum eftir sigur á Moldóvu, 2:0, í Reggio Emilia.
Þetta var aðeins annar leikur Ítalíu í riðlinum en liðið tapaði fyrir Noregi, 3:0, á föstudaginn var.
Mörk Ítala skoruðu Giacomo Raspadori og Andrea Cambiaso en Moldóva er í neðsta sæti riðilsins án stiga.