Selfoss sendi Fjölni í neðsta sætið

Frosti Brynjólfsson með boltann í leiknum en hann skoraði seinna …
Frosti Brynjólfsson með boltann í leiknum en hann skoraði seinna mark Selfoss. mbl.is/Hákon

Selfoss vann góðan sigur á Fjölni, 2:0, í sjöundu umferð 1. deildar karla í knattspyrnu í Grafarvogi í dag. 

Eftir leikinn er Selfoss kominn úr fallsæti og í það tíunda með sex stig en Fjölnir er kominn í neðsta sætið með þrjú. 

Aron Lucas Vokes og Frosti Brynjólfsson skoruðu mörk Selfyssinga en undir blálok leiks fékk Reynir Haraldsson rautt spjald í liði Fjölnis. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert