Enn tapar Valur stigum (myndskeið)

Bryndís Eiríksdóttir skoraði og gaf Tindastóli mark á föstudagskvöldið.
Bryndís Eiríksdóttir skoraði og gaf Tindastóli mark á föstudagskvöldið. mbl.is/Ólafur Árdal

Tindastóll og Valur gerðu jafntefli, 2:2, í hörkuleik í Bestu deild kvenna í fótbolta á Sauðárkróki á föstudagskvöld.

Makala Woods og Elísa Bríet Björnsdóttir skoruðu fyrir Tindastól en mark Elísu Bríetar var sérlega glæsilegt; þrumuskot á lofti sem söng í netinu.

Nadía Atladóttir og Bryndís Eiríksdóttir komust á blað hjá Val en Bryndís skoraði sitt fyrsta mark í efstu deild.

Valur er nú án sigurs í síðustu fimm leikjum og hefur aðeins unnið sér inn tvö stig í þeim.

Mörkin úr leiknum má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka