Nýliðarnir á siglingu (myndskeið)

Murielle Tiernan fagnar fyrra marki sínu á laugardag.
Murielle Tiernan fagnar fyrra marki sínu á laugardag. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Murielle Tiernan skoraði tvívegis fyrir nýliða Fram þegar liðið vann glæsilegan 3:1-sigur á Stjörnunni í Bestu deildinni í fótbolta á laugardag.

Lily Farkas hafði komið Fram í forystu áður en Murielle bætti við tveimur mörkum.

Birna Jóhannsdóttir skoraði svo sárabótamark fyrir Stjörnunar.

Fram er eftir sigurinn í fimmta sæti deildarinnar með 12 stig.

Mörkin úr leiknum má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert