Sex mismunandi markaskorarar komust á blað þegar Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu öruggan 6:0-sigur á nýliðum FHL í Bestu deild kvenna í fótbolta á laugardag.
Nýliðarnir reyndust engin fyrirstaða á Kópavogsvellinum þar sem Samantha Smith og Agla María Albertsdóttir skoruðu í fyrir hálfleik.
Barbára Sól Gíslagóttir, Birta Georgsdóttir, Andrea Rut Bjarnadóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir komust svo allar á blað í síðari hálfleik.
Markaveisluna má sjá hér: