Stórkostlegt spil endaði með marki (myndskeið)

Thelma Karen Pálmadóttir batt endahnútinn á glæsilega sókn.
Thelma Karen Pálmadóttir batt endahnútinn á glæsilega sókn. mbl.is/Hákon

FH innsiglaði 4:1-sigur á Víkingi úr Reykjavík með marki Thelmu Karenar Pálmadóttur eftir stórglæsilegt spil er liðin mættust í Bestu deildinni í fótbolta á Víkingsvelli á laugardag.

Thelma Karen skoraði tvívegis í leiknum en auk þess komust Deja Sandoval og Elísa Lana Sigurjónsdóttir á blað hjá FH-ingum.

Arna Ísold Stefánsdóttir skoraði mark Víkings, sem var hennar fyrsta í Bestu deildinni en Arna Ísold er einungis 15 ára gömul.

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert