Endanleg ákvörðun tekin í morgun

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir missir af EM vegna meiðsla.
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir missir af EM vegna meiðsla. Ljósmynd/Alex Nicodim

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, fór yfir landsliðshópinn fyrir Evrópumót kvenna í knattspyrnu í sumar á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Icelandair í dag.

Emilía Kiær Ásgeirsdóttir er ekki með í hópnum vegna meiðsla en Þorsteinn sagði að endanleg ákvörðun hafi verið tekin í morgun.

„Það var tekin endanleg ákvörðun í morgun með leikmann eins og Emilíu Kiær,“ sagði Þorsteinn á blaðamannafundi í höfuðstöðvum Icelandair í dag.

Emilía Kiær hefur verið fastamaður í íslenska hópnum undanfarið og sagði Þorsteinn að hann vildi klárlega hafa hana.

Selma Sól Magnúsdóttir miðjumaður Rosenborg er heldur ekki með í hópnum vegna meiðsla.

„Selma Sól á töluvert langt í land þannig það voru engir möguleikar,“ bætti Þorsteinn við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert