„Hann var píndur í jakkafötin“

Þorsteinn Halldórsson var vel klæddur á fréttamannafundinum í dag.
Þorsteinn Halldórsson var vel klæddur á fréttamannafundinum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, kynnti landsliðshóp kvenna fyrir Evrópumótið í Sviss á blaðamannafundi í dag.

Á blaðamannafundinum var Þorsteinn í flottum jakkafötum en á síðasta Evrópumóti var hann alltaf í íþróttafötum á hliðarlínunni.

„Ég verð ekki í jakkafötum en það verður blanda af íþróttafötum og einhverju öðru,“ sagði Þorsteinn léttur, aðspurður hvort hann yrði í jakkafötum á EM í sumar.

„Hann var píndur í jakkafötin á þessum fundi,“ bætti Ómar Smárason, samskiptastjóri KSÍ, við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert