ÍR-ingar héldu áfram sigurgöngu sinni í 1. deild karla í knattspyrnu þegar þeir sigruðu Leiknismenn, 1:0, í nágrannaslag Breiðholtsliðanna í Mjóddinni í kvöld.
ÍR náði með þessu fjögurra stiga forskoti á toppi deildarinnar og er með 18 stig en liðið hefur ekki tapað leik á tímabilinu.
Leiknismenn eru í tíunda sæti með 7 stig en Ágúst Þór Gylfason hafði stýrt liðinu til sigurs í tveimur fyrstu leikjunum eftir að hann tók við því á dögunum.
ÍR-ingar náðu forystunni eftir fimmtán mínútna leik þegar Óðinn Bjarkason, lánsmaður frá KR, kom þeim yfir eftir hornspyrnu. Hans annað mark í þremur leikjum.
Þetta reyndist duga þeim til sigurs.