Þorsteinn tilkynnti lokahópinn fyrir EM

Diljá Ýr Zomers er í hópnum en hún missti af …
Diljá Ýr Zomers er í hópnum en hún missti af öllum sex leikjum Íslands í Þjóðadeildinni vegna meiðsla. mbl.is/Arnþór

Þorsteinn H. Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, hefur tilkynnt lokahóp sinn fyrir EM 2025 sem hefst í Sviss í byrjun næsta mánaðar.

Ísland er þar í riðli með Finnlandi, Sviss og Noregi. Fyrsti leikur liðsins er gegn Finnlandi 2. júlí. Síðan mætir liðið Sviss 6. júlí og að lokum Noregi 10. júlí.

Liðið kemur saman í Serbíu í aðdraganda mótsins og mætir þar Serbíu í vináttulandsleik föstudaginn 27. júní.

Selma Sól Magnúsdóttir hefur verið frá vegna meiðsla í nokkra mánuði og er ekki tilbúin í slaginn. Emilía Kiær Ásgeirsdóttir missti af síðustu leikjum liðsins vegna meiðsla og er ekki í hópnum.

Þar eru heldur ekki þær Elísa Viðarsdóttir, Arna Eiríksdóttir, Andrea Rán Hauksdóttir, Ásdís Karen Halldórsdóttir og Fanndís Friðriksdóttir, sem hafa verið í hópnum að undanförnu, og ekki heldur Berglind Björg Þorvaldsdóttir sem margir spáðu endurkomu í landsliðið eftir gott gengi með Breiðabliki að undanförnu.

Hópurinn er þannig skipaður:

Markverðir:
Cecilía Rán Rúnarsdóttir - Inter Mílanó - 19 leikir
Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 12 leikir
Fanney Inga Birkisdóttir - Häcken - 8 leikir

Varnarmenn:
Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern München - 136 leikir, 11 mörk
Ingibjörg Sigurðardóttir - Bröndby - 74 leikir, 2 mörk
Guðrún Arnardóttir - Rosengård - 51 leikur, 1 mark
Guðný Árnadóttir - Kristianstad - 40 leikir
Áslaug Munda Gunnlaugsdóttir - Breiðablik - 20 leikir
Sædís Rún Heiðarsdóttir - Vålerenga - 18 leikir
Natasha Moraa Anasi - Valur - 9 leikir, 1 mark

Miðjumenn:
Dagný Brynjarsdóttir - West Ham - 118 leikir, 38 mörk
Alexandra Jóhannsdóttir - Kristianstad - 54 leikir, 6 mörk
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayer Leverkusen - 53 leikir, 14 mörk
Hildur Antonsdóttir - Madrid CFF - 26 leikir, 2 mörk
Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 19 leikir, 1 mark
Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby - 16 leikir, 1 mark
Katla Tryggvadóttir - Kristianstad - 6 leikir

Sóknarmenn:
Agla María Albertsdóttir - Breiðablik - 60 leikir, 4 mörk
Sandra María Jessen - Þór/KA - 53 leikir, 6 mörk
Sveindís Jane Jónsdóttir - Angel City - 50 leikir, 13 mörk
Hlín Eiríksdóttir - Leicester City - 49 leikir, 6 mörk
Amanda Jacobsen Andradóttir - Twente - 23 leikir, 2 mörk
Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 19 leikir, 2 mörk

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert