Aron Jóhannsson lék ekki með Val gegn Stjörnunni í Bestu deildinni í fótbolta í kvöld vegna meiðsla.
Hann gæti verið lengi frá en Aron meiddist gegn Fram á dögunum er hann varð fyrir slæmri tæklingu.
„Hann lenti í slæmri tæklingu á móti Fram en kláraði samt leikinn. Samkvæmt myndatökunni verður hann frá í einhverjar vikur og gæti verið frá í svolítinn tíma en vonandi verður svo ekki,“ sagði Srdjan Tufegdzic þjálfari Vals við mbl.is í kvöld.