„Árangur liðsins langt undir væntingum“

Jón Þór Hauksson lét af störfum í dag.
Jón Þór Hauksson lét af störfum í dag. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Eggert Herbertsson, formaður knattspyrnudeildar ÍA, segir það ljóst að slæmur árangur karlaliðsins á tímabilinu hafi orsakað það að Jón Þór Hauksson lét af starfi sínu sem þjálfari.

ÍA er á botni Bestu deildarinnar með níu stig eftir 11 leiki, þremur stigum frá öruggu sæti.

„Þetta er svo sem ekki mjög flókið. Árangur liðsins hefur verið langt undir væntingum.

Við í stjórninni, ásamt þjálfara, vorum sammála um að það þyrfti að gera þessar breytingar, til þess að reyna að rífa okkur aðeins í gang,“ sagði Eggert í samtali við Vísi og bætti við að hann hafi átt frumkvæðið að því að samstarfinu yrði slitið, þó Jón Þór hafi verið sammála því.

„Þetta var bara samtal okkar á milli og aðilar sammála um að þetta væri rétt niðurstaða að svo stöddu. Báðir aðilar telja best að leiðir skilji núna og að við reynum að koma okkur á rétta braut.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert