Jón Þór hættur hjá ÍA

Jón Þór Hauksson.
Jón Þór Hauksson. Ljósmynd/Guðmundur Bjarki Halldórsson

Jón Þór Hauksson er hættur sem þjálfari karlaliðs ÍA í knattspyrnu. 

Þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum í dag en Skagamönnum hefur gengið illa á tímabilinu og eru í neðsta sæti Bestu deildarinnar með níu stig eftir ellefu umferðir.  ÍA tapaði illa fyrir nýliðum Aftureldingar í gærkvöldi, 4:1. Ákvörðunin er þá sögð vera sameiginleg. 

Jón Þór var á sínu fjórða tímabili með ÍA en liðið féll árið 2022 en vann síðan 1. deildina ári síðar.

ÍA stóð sig vel sem nýliði í deildinni í fyrra og hafnaði í fimmta sæti. Þrátt fyrir litlar breytingar á leikmannahópnum hefur árangur í ár verið slæmur. 

Samkvæmt ÍA hefur félagið hafið leit að nýjum þjálfara og verður tilkynnt um framhaldið þegar það liggur fyrir. 

Jón Þór þjálfaði áður Vestra og íslenska kvennalandsiðið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert