Mosfellingurinn fær tveggja leikja bann

Axel Óskar Andrésson.
Axel Óskar Andrésson. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Varnarmaðurinn Axel Óskar Andrésson missir af næstu tveimur leikjum knattspyrnuliðs Aftureldingar. 

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ kom saman í gær og úrskurðaði leikmenn í bann. 

Axel Óskar fékk rautt spjald þegar ÍA sló út Aftureldingu í 16-liða úrslitum bikarkeppninnar. Þá fékk hann sitt fjórða gula spjald í 4:1-sigri á ÍA í deildinni síðasta sunnudagskvöld og fær því einnig í bann í næsta leik Mosfellinga gegn ÍBV á mánudaginn kemur.

Agarefsingar í deild og bikar eru aðskildar og fær varnarjaxlinn því tveggja leikja bann. 

Þá verður FH-ingurinn Grétar Snær Gunnarsson í banni þegar FH fær Vestra í heimsókn næsta sunnudag. Hjá Ísfirðingum verða Fatai Gbadamosi og Thibang Phete í banni. Allir þrír taka út leikbann vegna uppsafnaðra gulra spjalda. 

Í leik KA og Víkings sama dag verður KA-maðurinn Rodrigo Gomes í banni, sem og Víkingurinn Stígur Diljan Þórðarson. Báðir vegna uppsafnaðra gulra spjalda. 

Skagamennirnir Hlynur Snævar Jónsson og Oliver Stefánsson verða í banni þegar liðið tekur á móti Stjörnunni vegna uppsafnaðra gulra spjalda. 

Að lokum verður Bjarni Mark Antonsson í banni þegar Valur fær KR í heimsókn í stórleik næstu umferðar næsta mánudagskvöld. Hann fær bannið vegna rauðs spjalds. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert