Sex möguleikar hjá KA í drættinum

Bikarmeistarar KA komast að því í hádeginu hverjum þeir mæta …
Bikarmeistarar KA komast að því í hádeginu hverjum þeir mæta í 2. umferð Sambandsdeildar. mbl.is/Ólafur Árdal

Um hádegið í dag verður dregið til annarrar umferðar Sambandsdeildar karla í fótbolta og nú kemur KA inn í dráttinn en Akureyrarliðið situr hjá í fyrstu umferð keppninnar sem dregið var til í gær.

Í morgun var liðum í drættinum raðað upp í hópa og þar með liggur fyrir hverjum KA getur mætt. Það verður eitt eftirtalinna liða:

Sparta Prag (Tékklandi)
Charleroi (Belgíu)
Riga (Lettlandi)
Silkeborg (Danmörku)
Nömme Kalju (Eistlandi) eða Partizani Tirana (Albaníu)

Nömme og Partizani mætast í 1. umferðinni og það er því sigurliðið í því einvígi sem gæti orðið mótherji KA.

KA hefur fengið undanþágu frá UEFA til að leika á sínum heimavelli á Akureyri í 2. umferðinni.

Ýmsir möguleikar hjá Víkingi og Val

Ef Víkingar slá út Malisheva frá Kósovó í 1. umferð geta þeir dregist gegn eftirtöldum liðum í 2. umferð:

Hibernians (Möltu)
Vllaznia (Albaníu) eða Daugavpils (Lettlandi)
Györi (Ungverjalandi)
Arda Kardzhali (Búlgaríu)
Dungannon Swifts (Norður-Írlandi)

Ef Valsmenn slá út Flora Tallinn frá Eistlandi í 1. umferð geta þeir dregist gegn eftirtöldum liðum í 2. umferð:

HB (Færeyjum)
Kauno Zalgiris (Litáen) eða Penybont (Wales)
Zeljeznicar (Bosníu) eða Koper (Slóveníu)
Shakhtar Donetsk (Úkraínu) eða Ilves Tampere (Finnlandi)
Sheriff Tiraspol (Moldóvu) eða Pristhtina (Kósovó)

Blikar gætu fengið FCK eða Lech Poznan

Dregið verður til 2. umferðar í Meistaradeild karla klukkan 10 en í gær drógust Íslandsmeistarar Breiðabliks gegn Egnatia frá Albaníu. Ef þeir vinna Albanina geta þeir mætt þessum liðum í 2. umferð:

FC Köbenhavn (Danmörku)
Ferencváros (Ungverjalandi)
Ludogorets (Búlgaríu) eða Dinamo Minsk (Hvíta-Rússlandi)
Lech Poznan (Póllandi)

Ef Blikar tapa fyrir Egnatia í 1. umferð  færast þeir yfir í 2. umferð Sambandsdeildarinnar. Þá gætu þeir mætt liðunum sem tapa eftirtöldum einvígjum:

FCSB (Rúmeníu) - Inter Club d'Escaldes (Andorra)
Ludogorets (Búlgaríu) eða Dinamo Minsk (Hvíta-Rússlandi)
KuPS Kuopio (Finnlandi) eða Milsami Orhei (Moldóvu)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert