Um hádegið í dag verður dregið til annarrar umferðar Sambandsdeildar karla í fótbolta og nú kemur KA inn í dráttinn en Akureyrarliðið situr hjá í fyrstu umferð keppninnar sem dregið var til í gær.
Í morgun var liðum í drættinum raðað upp í hópa og þar með liggur fyrir hverjum KA getur mætt. Það verður eitt eftirtalinna liða:
Sparta Prag (Tékklandi)
Charleroi (Belgíu)
Riga (Lettlandi)
Silkeborg (Danmörku)
Nömme Kalju (Eistlandi) eða Partizani Tirana (Albaníu)
Nömme og Partizani mætast í 1. umferðinni og það er því sigurliðið í því einvígi sem gæti orðið mótherji KA.
KA hefur fengið undanþágu frá UEFA til að leika á sínum heimavelli á Akureyri í 2. umferðinni.
Ef Víkingar slá út Malisheva frá Kósovó í 1. umferð geta þeir dregist gegn eftirtöldum liðum í 2. umferð:
Hibernians (Möltu)
Vllaznia (Albaníu) eða Daugavpils (Lettlandi)
Györi (Ungverjalandi)
Arda Kardzhali (Búlgaríu)
Dungannon Swifts (Norður-Írlandi)
Ef Valsmenn slá út Flora Tallinn frá Eistlandi í 1. umferð geta þeir dregist gegn eftirtöldum liðum í 2. umferð:
HB (Færeyjum)
Kauno Zalgiris (Litáen) eða Penybont (Wales)
Zeljeznicar (Bosníu) eða Koper (Slóveníu)
Shakhtar Donetsk (Úkraínu) eða Ilves Tampere (Finnlandi)
Sheriff Tiraspol (Moldóvu) eða Pristhtina (Kósovó)
Dregið verður til 2. umferðar í Meistaradeild karla klukkan 10 en í gær drógust Íslandsmeistarar Breiðabliks gegn Egnatia frá Albaníu. Ef þeir vinna Albanina geta þeir mætt þessum liðum í 2. umferð:
FC Köbenhavn (Danmörku)
Ferencváros (Ungverjalandi)
Ludogorets (Búlgaríu) eða Dinamo Minsk (Hvíta-Rússlandi)
Lech Poznan (Póllandi)
Ef Blikar tapa fyrir Egnatia í 1. umferð færast þeir yfir í 2. umferð Sambandsdeildarinnar. Þá gætu þeir mætt liðunum sem tapa eftirtöldum einvígjum:
FCSB (Rúmeníu) - Inter Club d'Escaldes (Andorra)
Ludogorets (Búlgaríu) eða Dinamo Minsk (Hvíta-Rússlandi)
KuPS Kuopio (Finnlandi) eða Milsami Orhei (Moldóvu)