Knattspyrnufélag KA á Akureyri hefur verið gert að greiða Arnar Grétarssyni, fyrrverandi þjálfara karlaliðsins, 9.332.601 krónu ásamt dráttarvöxtum frá 5. nóvember 2023. Einnig skal KA greiða 3 milljónir í málskostnað.
Þetta kemur fram í dómi Landsréttar en knattspyrnudeild KA var dæmt að greiða Arnari tæpar 8,8 milljónir króna í niðurstöðu Héraðsdóms Norðurlands eystra í fyrra.
Þá komst Héraðsdómur Norðurlands eystra að þeirri niðurstöðu að KA beri að greiða Arnari upphæð sem nemur 55 þúsund evrum eða 10% af árangurstengdum greiðslum KA frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, vegna þátttöku félagsins í Sambandsdeild Evrópu árið 2023, á gengi sem nam 144,90 krónum á hverja evru, 29. september 2023.
KA áfrýjaði dómnum til landsréttar en hefur aftur tapað málinu.
Arnar hætti störfum hjá KA haustið 2022 eftir að hann var sterklega orðaður við Val en samkvæmt Landsrétti var sú ákvörðun einhliða hjá KA og getur ekki fellt niður rétt hans til árangursgreiðslu samkvæmt samningnum.