Valur mætir Stjörnunni og Vestri mætir Fram í undanúrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu. Dregið var í beinni útsendingu á RÚV rétt í þessu.
Valur og Vestri fá bæði heimaleiki. Leikirnir fara fram í lok júní og byrjun júlí.
Leikdagur hjá Val og Stjörnunni gæti þó breyst vegna þátttöku Vals í Evrópukeppni. Úrslitaleikurinn fer svo fram á Laugardalsvelli föstudaginn 22. ágúst.