Allt í rugli hjá Val (myndskeið)

Telma Steindórsdóttir með boltann í leiknum.
Telma Steindórsdóttir með boltann í leiknum. mbl.is/Ólafur Árdal

Bikarmeistarar Vals hafa farið afleitlega af stað í Bestu deild kvenna í knattspyrnu en liðið tapaði fyrir nýliðum Fram, 2:1, í níundu umferðinni á sunnudaginn var. 

Valur er í sjöunda sæti deildarinnar með níu stig eftir níu umferðir, 13 stigum á eftir efstu þremur liðunum. Fram hefur aftur á móti byrjað mótið frábærlega og er í fimmta sæti með 15 stig. 

Jordyn Rhodes kom Val yfir á 49. mínútu en Fram sneri taflinu við í seinni hálfleik þökk sé mörkum frá Unu Rós Unnarsdóttur og Murieel Tiernan og vann leikinn 2:1. 

Mörkin og aðrar svipmyndir úr leiknum má sjá á YouTube-síðu Bestu deildarinnar hér að neðan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert