Þurfum að styrkja vörn, miðju og sókn

Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL.
Björgvin Karl Gunnarsson, þjálfari FHL. Ljósmynd/Unnar Erlingsson

„Við þurfum að styrkja okkur,“ sagði Björgvin Karl Gunnarsson þjálfari FHL í samtali við mbl.is eftir 1:4-tap á heimavelli fyrir Tindastóli í tíundu umferð Besu deildar kvenna í fótbolta í kvöld.

„Ég held að þetta sé samloka að leikmenn standi sig vel og eru nánast að ná því sem þær sækjast eftir en við erum bara ekki nógu grimmar til að ná inn loka niðurstöðunum,“ sagði Björgvin Karl eftir leikinn.

„Lokaniðurstaðan gaf ekki til kynna að við hefðum getað fengið eitthvað úr þessum leik og eru það svo lítil mistök sem kosta okkur og lætur leikina enda öðruvísi. Það er hundleiðinlegt að vera liðið sem fær boltann meira í teignum þeirra en þær í okkar og við erum að fá færi en ekki að gera okkar,“ sagði hann um niðurstöðu leiksins.

FHL hefur verið í vandræðum að skora og aðeins náð að setja 4 mörk á tímabilinu og á sama tíma fengið á sig 32. Félagaskipta glugginn opnar í næsta mánuði og vonast Björgvin Karl eftir breytingum.

„Við þurfum að styrkja okkur. Við misstum Aidu Kardovic og við þurfum að fylla í það sem vantar. Við þurfum svo að styrkja allar stöður, vörn, miðju og sókn,“ sagði hann um komandi daga og vikur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert