Breiðablik á toppnum yfir EM

Breiðablik verður á toppnum yfir EM eftir góðan útisigur á Stjörnunni, 3:0, í tíundu umferð Bestu deildar kvenna í knattspyrnu í Garðabænum í dag.

Breiðablik er með 25 stig á toppnum, jafnmörg og Þróttur R. í öðru sæti en betri markatölu. Liðin mætast á Kópavogsvelli undir lok næsta mánaðar en nú tekur við mánaðarpása vegna EM í Sviss. Stjarnan, sem er í sjötta sæti með 12 stig mun þá heimsækja Víking R eftir EM. 

Eftir líflega byrjun báðum megin kom Samantha Smith Breiðabliki yfir á 21. mínútu leiksins með góðu marki á lofti eftir aukaspyrnu Öglu Maríu Albertsdóttur. Eftir klafs í teignum barst boltinn til Samönthu sem smellti honum í netið, 0:1. 

Birta Georgsdóttir kom Breiðabliki í 2:0 á 58. mínútu. Þá vann hún boltann af Betsy Hassett á vallarhelmingi Stjörnunnar. Birta sendi Öglu Maríu í gegn en Auður S. Scheving varði vel frá henni. Boltinn barst síðan til Birtu sem skoraði í opið markið. 

Breiðablik var ekki lengi að bæta við þriðja markinu því fimm mínútu síðar var komið að Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur að skora. Þá sendi Samantha boltann á Andreu Rut Bjarnadóttur sem tók nokkur skref og gaf boltann síðan fast fyrir markið og þar var Berglind sem stökk á boltann og kom honum í netið, 0:3. 

Stjarnan 0:3 Breiðablik opna loka
90. mín. Gyða Kristín Gunnarsdóttir (Stjarnan) á skot sem er varið Kemst í fínt færi eftir sendingu frá Snædísi en skýtur beint á Telmu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert