Lárus Orri tekinn við ÍA

Lárus Orri Sigurðsson og Ingimar Elí Hlynsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar ÍA, …
Lárus Orri Sigurðsson og Ingimar Elí Hlynsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar ÍA, takast í hendur á heimavelli ÍA. Ljósmynd/ÍA

Lárus Orri Sgiurðsson hefur verið ráðinn aðalþjálfari meistaraflokks karla hjá Knattspyrnufélagi ÍA. Lárus mun stýra liðinu út tímabilið og tekur hann við starfinu af Jóni Þór Haukssyni sem hætti með liðið á dögunum.

Lárus tekur formlega við liðinu á morgun, eftir leik liðsins við Stjörnuna sem Dean Martin, aðstoðarþjálfari, mun stýra liðinu í.

Samningur Lárusar við Knattspyrnudeild ÍA er út þetta keppnistímabil og að öðru leyti verður þjálfarateymi liðsins óbreytt.

Lárus, sem er 52 ára, er fyrrverandi atvinnu- og landsliðsmaður sem ólst upp á Akranesi og lék með yngri flokkum ÍA áður en hann flutti til Akureyrar með fjölskyldu sinni. Þar lék hann með meistaraflokki Þórs við góðan orðstýr.

Þaðan lá leiðin til Englands þar sem hann spilaði í tíu ár sem atvinnumaður. Þar lék hann með Stoke og WBA, bæði í næstefstu deild og úrvalsdeild. Hann hefur spilað 42 A landsleiki og spilaði hann auk þess með öllum yngri landsliðum Íslands.

ÍA verður þriðja liðið sem Lárus Orri þjálfar hér á landi en áður hefur hann þjálfað Þór og KF.

View this post on Instagram

A post shared by ÍA Akranes FC (@ia_akranes)

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert