Völsungur heldur áfram að koma á óvart

Jakob Héðinn Róbertsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu …
Jakob Héðinn Róbertsson gerði sér lítið fyrir og skoraði þrennu gegn Grindavík í dag. Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson

Grindavík fékk Völsung í heimsókn í næst efstu deild karla í fótbolta í dag. Leikið var í Grindavík og endaði leikurinn með sigri Völsungs, 4:2.

Eftir leikinn er Grindavík í 7. sæti með 11 stig en Völsungur er í 5. sæti með 13 stig.

Jakob Héðinn Róbertsson, leikmaður Völsungs, fór hamförum í leiknum í dag og gerði þrennu fyrir gestina. Hann skoraði fyrstu tvö mörk leiksins á 26. mínútu og 39. mínútu.

Elvar Baldvinsson gerði síðan sjálfsmark á 68. mínútu og staðan orðin 1:2. Einhverjir héldu þá að Grindvíkingar myndu vinna sig inn í leikinn en slökkt var í þeirri von tveimur mínútum seinna þegar Gestur Aron Sörensson skoraði þriðja mark Völsungs.

Ingi Þór Sigurðsson minnkaði muninn í 3:2 á fyrstu mínútu uppbótartíma en Jakob Héðinn Róbertsson átti síðasta orðið þegar hann skoraði fjórða mark Völsungs og þriðja mark sitt í leiknum á annarri mínútu uppbótartíma.

Frábær sigur Völsungs staðreynd sem er að koma flestum ef ekki öllum á óvart með frammistöðu sinni í næst efstu deild karla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert