Siggi vinur minn breyttist í Maradona

Sigurður Bjartur Hallsson, í miðjunni, fagnar ásamt liðsfélögum. Hægra megin …
Sigurður Bjartur Hallsson, í miðjunni, fagnar ásamt liðsfélögum. Hægra megin við hann er Kjartan Kári Halldórsson alveg gáttaður. mbl.is/Hákon

FH-ingurinn Ísak Óli Ólafsson var virkilega ánægður með mark liðsfélaga síns Sigurðar Bjarts Hallssonar og líkti honum við goðsögnina Diego Maradona í 2:0-sigri liðsins á Vestra í tólftu umferð Bestu deildarinnar í fótbolta í Kaplakrika í dag. 

Sigurður Bjartur kom FH yfir með snilldarmarki á 32. mínútu. Þá tók Björn Daníel Sverrisson innkast beint á Sigurð sem vippaði boltanum glæsilega yfir Morten Ohlsen og smellti honum í fjær. 

„Siggi vinur minn breyttist bara í Maradona. Ég hristi bara hausinn og fór að hlæja. Ég trúði þessu ekki. Hann henti hælnum yfir einn og afgreiddi í fjær. Þetta var geðveikt,“ sagði Ísak Óli hress í samtali við mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert