Forsetahjónin fengu treyjur frá landsliðinu

Íslenski hópurinn ásamt forsetahjónunum í nýju treyjunum.
Íslenski hópurinn ásamt forsetahjónunum í nýju treyjunum. Ljósmynd/Instagram/@hallatomas

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu kom við á Bessastöðum og færði þar Höllu Tómasdóttir forseta og Birni Skúlasyni eiginmanni hennar treyjur að gjöf.

Íslenski hópurinn er á leið til Stara Pazova í Serbíu þar sem liðið mætir heimakonum í vináttulandsleik á föstudag áður en ferðinni er heitið til Sviss, en EM 2025 hefst þar í byrjun júlí.

Halla forseti birti myndir af fagnaðarfundum með íslenska hópnum á Instagramaðgangi sínum þar sem hún og Björn fengu varabúning Íslands að gjöf með eftirnöfnum sínum.

Myndirnar má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert