Sauð upp úr og tvö rauð á loft (myndskeið)

Höskuldur Gunnlaugsson og Kyle McLagan áttust við eftir jöfnunarmark Höskuldar …
Höskuldur Gunnlaugsson og Kyle McLagan áttust við eftir jöfnunarmark Höskuldar með þeim afleiðingum að báðir fengu rauða spjaldið. mbl.is/Karítas

Tvö rauð spjöld fóru á loft í kjölfar þess að Höskuldur Gunnlaugsson jafnaði metin fyrir Breiðablik í 1:1 jafntefli gegn Fram í Bestu deildinni í knattspyrnu á Kópavogsvelli á mánudagskvöld.

Höskuldur hafði jafnað metin úr vítaspyrnu á ögurstundu, sem var dæmd við litla hrifningu Framara, og fékk svo rautt spjald fyrir ofsafengna framkomu.

Kyle McLagan hjá Fram fékk einnig rautt spjald fyrir sinn þátt í hamaganginum.

Vuk Oskar Dimitrijevic hafði komið Fram yfir með góðu marki snemma í síðari hálfleik.

Svipmyndir úr leiknum í Kópavogi má sjá hér:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert