Valur gerði góða ferð vestur

Elmar Atli Garðarsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson eigast við á …
Elmar Atli Garðarsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson eigast við á Ísafirði. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Vestri og Valur mættust í 14. umferð Bestu deildar karla í fótbolta í dag á Ísafirði. Leikar enduðu með 2:0-sigri Valsmanna sem sitja nú í öðru sæti deildarinnar með 27 stig. Vestri er í sjötta sæti með 19 stig.

Það var blíðskaparveður á Ísafirði í dag þegar Vestri mætti Val. Leikurinn byrjaði eins og maður bjóst við, Valur var með boltann og Vestri varðist vel.

Það var í raun ekkert að gerast í leiknum fyrr en á 18. mínútu. Þá var Anton Krajl að dútla með boltann úti vinstra megin og Albin Skoglund hirti boltann af honum. Hann keyrði í átt að teignum og lagði hann á Jónatan Inga sem framlengdi hann til vinstri á Tryggva Hrafn. Tryggvi var einn á auðum sjó inni í teignum og kláraði glæsilega í fjærhornið, 1:0 Valur.

Næstu mínútur voru eign gestanna og voru þeir nálægt því að bæta við. Vestri bjargaði á línu eftir hornspyrnu, Patrick átti skot í stöng og Kristinn Freyr átti bylingsskot á markið.

Staðan var 1:0 í hálfleik fyrir gestina og þeir voru helst svekktir að forystan væri ekki meiri. Heimamenn voru varla með í þessum fyrri hálfleik, áttu ekki eitt skot á markið ef frá er talin tilraun frá miðju.

Seinni hálfleikurinn hófst á sama hátt og sá fyrri, Valur var með öll völd. Tryggvi Hrafn slapp í gegn í byrjun hálfleiksins en setti boltann rétt framhjá. Eftir þetta jafnaðist leikurinn nokkuð og Vestri komust betur og betur inn í leikinn. Þeir náðu góðum sóknum, Fatai og Montiel áttu góð skot fyrir utan sem Frederik varði vel.

Það var síðan á 74. mínútu sem Vestri átti að fá vítaspyrnu. Það kom aukaspyrna inn í teig og boltinn fór upp í loft og Cafu náði til boltans og Kristinn Freyr sparkaði hann niður. Í staðinn fyrir að Vestri fengi víti dæmdi dómarinn brot á Vestra, furðuleg ákvörðun hjá dómaranum.

Það var skrifað í skýinn að Valur færi í næstu sókn og fengi víti. Jónatan Ingi átti frábæra sendingu í gegn á Patrik sem lék á Smit sem felldi hann, lítið annað hægt að gera en að dæma víti. Patrik steig sjálfur á punktinn og skoraði örugglega úr vítinu, hans 13. mark í deildinni. 2:0 Valur og leikurinn fjaraði út eftir þetta og það gerðist lítið eftir vítið.

Valsmenn voru heilt yfir betri í leiknum í dag og verðskulduðu sigurinn, voru betri á öllum sviðum. Hins vegar áttu Vestri að fá víti í stöðunni 1:0 og það hefði getað breytt leiknum, það var samt eina markverða í sóknarleik Vestra í dag. Vestri gerðu sitt besta en gæðin í Val voru hreinlega meiri í dag. Þeir sakna Daða Bergs gríðarlega úr sóknarleiknum ásamt Arnóri Borg, án þeirra eru þeir bitlausir fram á við.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Vestri 0:2 Valur opna loka
90. mín. Kristinn Freyr Sigurðsson (Valur) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert