Kjartan bestur annan mánuðinn í röð

Kjartan Kári Halldórsson skorar fyrir FH gegn KR á Þróttarvellinum …
Kjartan Kári Halldórsson skorar fyrir FH gegn KR á Þróttarvellinum í þrettándu umferð deildarinnar. mbl.is/Hákon Pálsson

Kjartan Kári Halldórsson, kantmaðurinn knái úr FH, var besti leikmaður júnímánaðar í Bestu deild karla samkvæmt einkunnagjöf Morgunblaðsins.

Hann náði þar með þeim einstaka árangri að vera besti leikmaður mánaðar tvisvar í röð hjá blaðinu en Kjartan var einnig efstur í einkunnagjöfinni, M-gjöfinni, í maímánuði.

Kjartan fékk samtals fimm M í fjórum leikjum FH-inga í júní, einu meira en Ágúst Orri Þorsteinsson kantmaður Breiðabliks, Aron Sigurðarson kantmaður KR, Vicente Valor miðjumaður ÍBV og Viktor Freyr Sigurðsson markvörður Fram.

FH-ingar skoruðu fjögur mörk í júní og Kjartan skoraði tvö þeirra og lagði eitt upp.

Kjartan og Hrannar efstir

Kjartan er jafnframt efstur í einkunnagjöfinni í heild sinni á tímabilinu en hann hefur samtals fengið 13 M í ár, einu meira en Hrannar Snær Magnússon úr Aftureldingu sem er annar.

Í laugardagsblaði Morgunblaðsins má sjá úrvalslið júnímánaðar í Bestu deild karla, efstu menn í M-gjöfinni, hve mörg M hvert lið fékk í júní, og í blaðinu er rætt við Kjartan Henry Finnbogason aðstoðarþjálfara FH um frammistöðu Kjartans Kára undanfarnar vikur og mánuði.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert